Hallveigarstaðir

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er eina húsið enn í eigu kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Það er staðsett á Túngötu 14 í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var vígt 1967.

Ýmis félagasamtök sem berjast fyrir kvenréttindum og jafnréttismálum hafa aðsetur þar, svo sem Bandalag kvenna í Reykjavík, Druslubækur og doðrantar, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna.

Hallveigarstaðir eru nefndir eftir Hallveigu Fróðadóttur, fyrstu landnámskonunni í Reykjavík.

Salur til leigu

Samkomusalur er til leigu á Hallveigarstöðum, í hjarta Reykjavíkur.

Salurinn tekur 80-90 í sæti og 110 standandi og er leigður út fyrir hverskyns veislur, fermingaveislur, brúðkaupsveislur, árshátíðir, afmæli og erfidrykkjur, sem og fyrir ýmiskonar fundi, námskeið og aðrar uppákomur.

Myndvarpi og hljóðkerfi er í salnum.

Umsjónarmaður salarins er Auður Önnu Magnúsdóttir, sími 557-1967, netfang hallveigarstadir@gmail.com.